Flýtilyklar
Fréttasafn
Sýning í tilefni Barnamenningarhátíðar
31.03.2023
Í byrjun mars var þriggja og fjögurra ára börnum í Z-hópi Bláa- og Rauðakjarna á leikskólanum Hólmasól boðið að koma í listsmiðju í Listasafninu og vinna verk undir handleiðslu Jónínu Bjargar Helgadóttur, myndlistarkonu. Unnið var með hugmyndir um vötn og það sem í þeim býr. Afraksturinn má sjá á sýningu sem opnuð var í dag í fræðslurými Listasafnsins. Sýningin stendur til 30. apríl næstkomandi.
Lesa meira
Gestalistakonur sýna verk sín um helgina
23.03.2023
Laugardaginn 25. mars kl. 12-15 verður myndlistarkonan Andrea Weber með opna gestavinnustofu Listasafnsins. Þar hefur hún dvalið undanfarna tvo mánuði og sýnir afraksturinn undir yfirskriftinni Secret Chrystallization. Samhliða því að daginn tók að lengja kafaði Weber í sköpunarferlið og skapaði abstraktmálverk þar sem snjór og blek voru efniviðir sem minna á skýin í heiðhvolfinu, sólarlagið og önnur náttúrfyrirbæri. Einnig bíður hún gestum að í einkabankann sinn þar sem í boði er Skýja-mynt. Gengið er inn úr porti bakvið Listasafnið.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
21.03.2023
Sunnudaginn 26. mars kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Sköpun bernskunnar 2023. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn
20.03.2023
Laugardaginn 25. mars kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Söru Bjargar Bjarnadóttur, Tvær eilífðir milli 1 og 3, og hins vegar sýning Guðjóns Gísla Kristinssonar, Nýtt af nálinni, sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Stefán Þór Sæmundsson
16.03.2023
Þriðjudaginn 21. mars kl. 17-17.40 heldur Stefán Þór Sæmundsson, rithöfundur og íslenskukennari, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tungumál og tákn. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið hefur göngu sína að nýju
16.03.2023
Laugardaginn 18. mars kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 hefst Tólf tóna kortérið á nýjan leik, en þá mun Ludvig Kári Forberg, víbrafónleikari, stíga á stokk undir yfirskriftinni Rákir experimental. Þar mun hann gera tóntilraunir á víbrafón með eigin tónsmíðar, sem komu út á plötunni Rákir síðla árs 2021. Einnig mun hann frumflytja nýtt efni. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Forseti Íslands í heimsókn
15.03.2023
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom í heimsókn í Listasafnið í dag. Þar hitti hann starfsfólk safnsins og skoðaði sýningarnar. Hlynur Hallsson, safnstjóri, gekk með Guðna í gegnum safnið og sagði frá 30 ára sögu þess og yfirstandandi sýningum. Takk fyrir komuna Guðni.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Hyo Jung Bea
08.03.2023
Þriðjudaginn 14. mars kl. 17-17.40 heldur Suður-Kóreska myndlistarkonan Hyo Jung Bea Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Hyo Jung Bea Work: On underwater / Performance / Video / Installation. Aðgangur er ókeypis á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Einar Sigþórsson
02.03.2023
Þriðjudaginn 7. mars kl. 17-17.40 heldur Einar Sigþórsson, arkitekt, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Hvað, hvernig og hvers vegna? Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn á Hlíð
02.03.2023
Föstudaginn 3. mars kl. 14 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Hér og þar I sem nú stendur yfir á Hlíð – Heilsuvernd, hjúkrunarheimili og eru allir velkomnir. Á sýningunni má sjá verk eftir listamennina Jón Laxdal, Roj Friberg og Þorvald Þorsteinsson, en allir hafa þeir unnið með bókmenntir og texta í verkum sínum.
Lesa meira