Flýtilyklar
Franska kvikmyndahátíðin hefst á morgun
20.02.2024
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst á morgun miðvikudaginn 21. febrúar og stendur til 3. mars.
Hátíðin á Akureyri hefur verið haldin með nokkrum hléum frá árinu 2010 og í ár verða sýndar sex kvikmyndir á vel völdum stöðum í bænum: Þrjár í Sambíóunum, ein í Amtsbókasafninu og tvær í Listasafninu. Frítt er inn á allar myndir hátíðarinnar en skráning er nauðsynleg á myndirnar sem sýndar eru í Sambíóunum.
Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og Sambíóin en skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, True North og Akureyrarbæ.
Frekari upplýsingar má finna HÉR.