Flýtilyklar
Listamannaspjall með Guðnýju Kristmannsdóttur
Laugardaginn 3. febrúar kl. 15 verður boðið upp á listamannspjall með Guðnýju Kristmannsdóttur um sýningu hennar, Kveikja, sem var opnuð um síðastliðna helgi. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri. Aðgöngumiði jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.
Um Guðnýju og sýninguna segir listfræðingurinn Pavi Stave: „Djarfar og kröftugar pensilstrokur bera ekki vitni um hvatvísi í risastórum málverkum myndlistakonunnar Guðnýjar Kristmannsdóttur, heldur birtast villtar og goðsagnakenndar skepnur upp úr löngu og meðvituðu ferli – hvort sem það er páfugl með strap-on eða skordýr í trylltum hlátri. Þykk upphleðsla lita, þunnar málningastrokur og hrár grunnur á yfirborði málverksins skapa kraftmiklar en yfirvegaðar hliðstæður sem blása lífi í skepnurnar. Skapandi og hrekkjótt; gleði þeirra er smitandi. Play Me – Kveikja er titill eins verksins. Athugið að þér er ekki endilega boðið til leiks, heldur er verið að lokka þig til þess að gefa þér lausan tauminn og ganga inn í heim nautnalegrar gleði listamannsins.