Flýtilyklar
Smiðja í gerð snjóskúlptúra
14.01.2015
Í tengslum við sýninguna Listakonan í Fjörunni, sem nú stendur yfir í Listasafninu, verður haldin smiðja í gerð snjóskúlptúra í Listagilinu, laugardaginn 17. janúar kl. 13-16. Smiðjan er í boði Norðurorku og er opin börnum og fullorðnum.
Listakonurnar Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir munu þá taka á móti fólki á öllu aldri og kenna því að gera skúlptúra úr snjónum í Listagilinu. Allir velkomnir.
Leit

