Flýtilyklar
Karl Guðmundsson listamaður Listar án landamæra
21.02.2015
Þriðjudaginn 17. febrúar kl. 13.00 verður nýkjörnum listamanni Listar án landamæra 2015, Akureyringnum Karli Guðmundssyni, veitt viðurkenning í Listasafninu á Akureyri.
List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Ákveðið var að efna til hátíðarinnar á Evrópuári fatlaðra 2003 og hún hefur verið haldin árlega síðan. Þátttakendur í hátíðinni 2014 voru um 600 og viðburðir 60 talsins.
Fyrir utan beina listviðburði hefur hátíðin stuðlað að umræðu um list fatlaðra og ímynd fatlaðra í listum, m.a. í samvinnu við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Norræna húsið.
List án landamæra 2015 verður formlega opnuð laugardaginn 11. apríl næstkomandi. HÉR má sjá heimasíðu hátíðarinnar.
Leit

