Flýtilyklar
Fréttasafn
Þriðjudagsfyrirlestur: Alanna Lawley
06.02.2018
Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Alanna Lawley Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Prescription architecture - S.A.D in Berlin, where do we go now?
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á laugardaginn
06.02.2018
Laugardaginn 10. febrúar kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól, en sýningunni lýkur sunnudaginn 11. febrúar. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listakonunnar.
Lesa meira
Leiðsögn og sýningarlok
06.02.2018
Fimmtudaginn 8. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól, en henni lýkur næstkomandi sunnudag 11. febrúar. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Andy Paul Hill
02.02.2018
Þriðjudaginn 6. febrúar kl. 17-17.40 heldur Andy Paul Hill, lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Adult Dyslexia: An Examination of the Myths and Reality of Living in the Digital Age. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Hlynur Hallsson
25.01.2018
Breyting hefur orðið á áður auglýstum Þriðjudagsfyrirlestri næstkomandi þriðjudag 30. janúar kl. 17-17.40. Fyrirhugaður fyrirlestur Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, tónlistarmanns, fellur niður af óviðráðanlegum örsökum. Þess í stað mun Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, halda fyrirlestur undir yfirskriftinni Nýtt Listasafn - nýir tímar. Þar mun hann ræða samfélagslegt hlutverk Listasafnsins á Akureyri, safnkennslu og þá möguleika sem nýtt safn hefur í för með sér. Hann mun m.a. varpa fram eftirfarandi spurningum: Hvað er safn? Hvert er hlutverk safna? Hvernig eru listasöfn að þróast? Hvernig getur Listasafnið á Akureyri eflt bæinn sem menningar- og menntabæ og einnig sem spennandi áfangastað ferðamanna?
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudegi
24.01.2018
Fimmtudaginn 1. febrúar kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Jón Proppé
17.01.2018
Þriðjudaginn 23. janúar heldur Jón Proppé, listheimspekingur, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Heimakæri heimsborgarinn: Um feril og verk Louisu Matthíasdóttur.
Lesa meira
Kynningarfundur haldinn á Listasafninu
17.01.2018
Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í dag var dagskrá ársins 2018 og komandi starfsár kynnt. Einnig var farið í gegnum þær framkvæmdir sem nú standa yfir á Listasafninu og þær útskýrðar. Í lok fundarins var undirritaður nýr samstarfssamningur Listasafnsins og Icelandair Hotels Akureyri og Air Iceland Connect. Það var Sigrún Björk Sigurðardóttir, hótelstjóri á Icelandair Hotels Akureyri, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, sem undirrituðu samninginn. Prentaðri dagskrá ársins var í dag dreift í öll hús á Akureyri.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á laugardaginn
17.01.2018
Fjölskylduleiðsögn, laugardaginn 20. janúar kl. 11-12.
Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól.
Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt
eigið listaverk, innblásið af verkum listakonunnar.
Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Útboð á rekstri kaffihúss í Listasafninu á Akureyri
09.01.2018
Listasafnið á Akureyri leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á kaffihúsi í Listasafninu á Akureyri.
Nýtt og endurbyggt Listasafn opnar sumarið 2018 með góðri aðstöðu fyrir spennandi kaffihús á jarðhæð safnsins. Kaffihúsið verður sjálfstæð eining á góðum stað í Listagilinu en jafnframt mikilvægur hluti af Listasafninu.
Útboðsgögn verða afhent frá og með miðvikudeginum 10. janúar 2018. Vinsamlegast óskið eftir gögnum í g
Lesa meira
Leit

