Flýtilyklar
Nýtt Listasafn opnað á Akureyrarvöku
Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku laugardaginn 25. ágúst næstkomandi kl. 15-22. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli.
Blásið verður til mikillar listahátíðar með opnun 6 nýrra sýninga í sölum safnsins, auk þess sem nýtt kaffihús og safnbúð taka til starfa.
Teknir verða í notkun bjartir og fallegir sýningarsalir á fjórðu hæð. Nýr og betri inngangur með bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða og barnavagna verður á jarðhæð ásamt safnbúð og notalegu kaffihúsi. Aðstaða fyrir safnkennslu batnar til muna og tækifæri skapast á fastri sýningu með verkum úr safneign auk sögusýningar um fjölbreytt atvinnu- og listalífi í Gilinu í áranna rás. Þessar breytingar færa Listasafninu nýja ásýnd og gott flæði myndast í starfseminni. Með þeim tengist bygging gamla Mjólkursamlagsins Ketilhúsinu og úr verður ein heild. Arkitektarnir Steinþór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson hjá Kurt og Pí hafa sérhæft sig í endurgerð verksmiðjuhúsnæðis þar sem virðing er jafnframt borin fyrir sögunni. Þeir hafa teiknað upp breytta nýtingu og nýtt skipulag þessa fyrrum iðnaðarhúsnæðis í Gilinu.
Sýningar:
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Hugleiðing um orku
Salir 4-6 og svalir
25. ágúst - 21. október 2018
Sigurður Árni Sigurðsson
Hreyfðir fletir
Salir 1-3
25. ágúst - 21. október 2018
Hjördís Frímann og Magnús Helgason
Hugmyndir / Ideas
Salur 7, Safnfræðsla
25. ágúst 2018 - 18. ágúst 2019
Safneign
Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri
Salur 8
25. ágúst 2018 - 11. október 2020
Frá Kaupfélagsgili til Listagils / From Co-op Street to Art Street
Salur 12
25. ágúst 2018 - 18. apríl 2021
Valin verk úr safneign Listasafns ASÍ
Svipir / Expressions
Salur 9
25. ágúst 2018 - 17. febrúar 2019
Dagskrá 25. ágúst
Opnun kl. 15-23
Ávörp í sal 11, Ketilhúsi kl. 15.30:
Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri,
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra,
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Tónlist: Dimitrios Theodoropoulos, jassgítar,
Jazz tríó Ludvigs Kára: Stefán Ingólfsson, Rodrigo Lopez og Ludvig Kári.
Kl. 16.30: Florakören og Brahe Djäknar á svölum Listasafnsins, efstu hæð.
Kl. 18.00: Florakórinn og Brahe Djäknar í sal 11, Ketilhúsi.
Kl. 20.00: DJ Kveldúlfur í sal 11, Ketilhúsi.
Leit

