Flýtilyklar
Tólf tóna kortérið á laugardaginn
30.10.2024
Laugardaginn 2. nóvember kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í Listasafninu undir yfirskriftinni Útsynningur. Þá munu Dagbjört Ingólfsdóttir, fagott, og Gillian Haworth, óbó, frumflytja Holloway eftir Charles Ross, en einnig leika Sonatinu eftir franska tuttugustu aldar tónskáldið André Jolivet. Tónleikarnir fara fram í sal 04 og er aðgangur ókeypis.
Tólf tóna kortérið er unnið í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og Listasafnið á Akureyri og hlaut styrki frá Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Menningarsjóði Akureyrar og Tónskáldasjóði Rúv/Stefs.