Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
Einar Falur, Veðurdagbókin 12. mars 2023.
Sunnudaginn 27. október kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningum Einars Fals Ingólfssonar, Útlit loptsins - Veðurdagbók, Georgs Óskars, Það er ekkert grín að vera ég, og Detel Aurand og Claudia Hausfeld, Samskipti. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.

Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.