Flýtilyklar
Fréttasafn
Tónleikar og þrjúbíó um helgina
07.02.2025
Tólf tóna kortérið og Franska kvikmyndahátíðin verða á dagskrá í Listasafninu um helgina. Ókeypis er á báða viðburði.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Bergur Þór Ingólfsson
07.02.2025
Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17-17.40 heldur Bergur Þór Ingólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Sagnadýrið. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um mikilvægi leikhússins í nútímasamfélagi þar sem varpað er fram fullyrðingunni „Manneskjan þarf á sögum að halda til jafns við mat og drykk, annars veslast hún upp og deyr“. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Listasafnið tekur þátt í Frönsku kvikmyndahátíðinni
04.02.2025
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17 þegar gamanmyndin Un p‘tit truc en plus verður sýnd í Sambíóunum. Listasafnið er að venju þátttakandi í hátíðinni og sýnir tvær myndir: sunnudaginn 9. febrúar kl. 15 verður sýnd heimildarmyndin Little Girl Blue og sunnudaginn 16. febrúar kl. 15 verður sýnd gamanmyndin Chien de la casse (Junkyard Dog).
Lesa meira
Tólf tóna kortérið á laugardaginn
04.02.2025
Laugardaginn 8. febrúar kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í sal 04 í Listasafninu. Þá mun gítarleikarinn Kristján Edelstein spila eigin lagasmíðar og spuna úr tónum á rafgítar, langspil og önnur strengjahljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Lesa meira
„Samtal við samfélagið mikilvægt“
31.01.2025
Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2025, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Einnig var formlega tilkynnt um útgáfu sérstakrar bókar um sýningaröðina Sköpun bernskunnar, þar sem skólabörn og starfandi listafólk leiða árlega saman hesta sína í Listasafninu. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri.
Lesa meira
Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins
31.01.2025
Þriðjudaginn 4. febrúar kl. 17-17.40 heldur grafíski hönnuðurinn Anton Darri Pálmarsson fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Grafísk hönnun: Að skapa tækifæri og koma sér á framfæri. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn
20.01.2025
Laugardaginn 25. janúar kl. 15 verða opnaðar þrjár sýningar í Listasafninu á Akureyri: Hulda Vilhjálmsdóttir – Huldukona, Kristján Guðmundsson – Átta ætingar og Þórður Hans Baldursson / Þórunn Elísabet Sveinsdóttir – Dömur mínar og herrar. Boðið verður upp á listamannaspjall við Huldu, Þórð og Þórunni kl. 15.45.
Lesa meira
Leiðsögn á laugardegi
14.01.2025
Laugardaginn 18. janúar kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um tvær sýningar: Fríða Karlsdóttir - Ekkert eftir nema mýktin og Jónas Viðar - Jónas Viðar í safneign. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
14.01.2025
Sunnudaginn 19. janúar kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningunum Augnablik - til baka og Átthagamálverkið. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.
Lesa meira
Síðasta sýningarhelgi þriggja sýninga
11.01.2025
Framundan er síðasta sýningarhelgi á þremur sýningum: Detel Aurand og Claudia Hausfeld – Samskipti, Georg Óskar – Það er ekkert grín að vera ég Einar Falur Ingólfsson – Útlit loptsins – Veðurdagbók. Sýningarnar voru allar opnaðar í lok september á síðasta ári og lýkur á morgun, sunnudaginn 12. janúar.
Lesa meira
Leit

