Flýtilyklar
Fréttasafn
Tólf tóna kortérið hefur göngu sína að nýju
01.10.2024
Fyrsta Tólf tóna kortér vetrarins fer fram á laugardaginn, 5. október, kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15, en þá mun gítarleikarinn Svanur Vilbergsson frumflytja verkið Staðir eftir Daniele Basini.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Wolfgang Hainke
29.09.2024
Þriðjudaginn 1. október kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn Wolfgang Hainke Þriðjudagsfyrirlestur um Flúxus-sýningarverkefnið Stranded – W(h)ale a Remake Portfolio – More Than This, Even, sem sett var upp í sölum 10 og 11 síðastliðið vor. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Bókarkynning hjá Detel Aurand
26.09.2024
Sunnudaginn 29. september kl. 15 mun þýska listakonan Detel Aurand kynna bók sína We are Here. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn
23.09.2024
Laugardaginn 28. september kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Detel Aurand og Claudia Hausfeld – Samskipti, Georg Óskar – Það er ekkert grín að vera ég og Einar Falur Ingólfsson – Útlit loptsins – Veðurdagbók. Klukkan 15.45 hefst listamannaspjall við Georg Óskar, Detel Aurand og Claudia Hausfeld. Daginn eftir opnun, sunnudaginn 29. september, kl. 15 verður bókarkynning og upplestur á bók Detel Aurand, We Are Here.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Michael Merkel
21.09.2024
Þriðjudaginn 24. september kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn og verkefnastjórinn Michael Merkel fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins undir yfirskriftinni Nobody Has the Intention to Green a Wall. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
15.09.2024
Sunnudaginn 22. september kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Stranded – W(h)ale a Remake Portfolio – More Than This, Even. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Síðasta helgi fræðsluleiksins Sjáðu!
13.09.2024
Fræðsluleiknum Sjáðu! – Vangaveltur um myndlist lýkur nú um helgina á Listasafninu. Leikurinn hefur verið í boði síðan í vor og hlotið frábærar viðtökur. Í leiknum er börnum og fullorðnum boðið að eiga samtal um myndlist, ferðast í huganum um hið víðfeðma norður og velta fyrir sér hugmyndum um leik og list. Tilvalið tækifæri til að staldra við og uppgötva eitthvað nýtt. Bragðgóð verðlaun í boði.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð fer fram 10.-12. október
12.09.2024
A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri 10.-12. október næstkomandi. A! er þriggja daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og nú í tíunda sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði. Hátíðin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi þar sem einungis er um gjörningalist að ræða úr öllum listgreinum.
Lesa meira
Þriðji og síðasti Mysingur sumarsins
29.08.2024
Þriðji og síðasti Mysingur sumarsins fer fram á Akureyrarvöku, laugardaginn 31. ágúst kl. 17. Að venju verða tónleikarnir haldnir í Mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri og að þessu sinni koma fram Skandall, Pitenz og Þorsteinn Kári. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Akureyrarvöku og unnin í samstarf Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar.
Lesa meira
Opnun, tónleikar og gjörningur á Akureyrarvöku
21.08.2024
Á Akureyrarvöku, laugardaginn 31. ágúst, kl. 15 verða fjórar sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Fríða Karlsdóttir – Ekkert eftir nema mýktin, Jónas Viðar – Jónas Viðar í safneign, Oliver van den Berg – Á svölunum og fræðslusýningin Grafísk gildi. Klukkan 17 fara fram þriðju og síðustu tónleikar sumarsins undir heitinu Mysingur í Mjólkurporti Listasafnsins, en þá koma fram Pitenz, Skandall og Þorsteinn Kári. Dagskrá dagsins lýkur svo með gjörningi Yuliana Palacios og Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur kl. 20 og 21.00. Í tilefni Akureyrarvöku verður Listasafnið opið til kl. 22 og enginn aðgangseyrir.
Lesa meira