Flýtilyklar
Fréttasafn
Rafræn danslistasmiðja komin í loftið
20.10.2021
Önnur rafræna smiðja Listasafnsins undir yfirskriftinni Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú komin í loftið og er að þessu sinni danslistasmiðja í umsjón Urðar Steinunnar Önnudóttur Sahr, dansara og danskennara. Verkefnið felst í að bjóða fjölskyldum að taka þátt í rafrænni danslistasmiðju. Í samvinnu við sína nánustu fá börn tækifæri til að skapa sitt eigið dansverk óháð stað og stund.
Lesa meira
Ljósmyndasmiðja með Sigurði Mar
18.10.2021
Laugardaginn 23. október kl. 11-12 verður haldin ljósmyndasmiðja í Listasafninu fyrir alla aldurshópa. Umsjón hefur Sigurður Mar, ljósmyndari. Þátttakendur eru beðnir um að hafa símana meðferðis þar sem smiðjan byggir á myndatöku með símum. Aðgangur er ókeypis. Sérstakur styrktaraðili smiðjunnar er SSNE.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri frestað
15.10.2021
Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem Alma Dís Kristinsdóttir, safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar, átti að halda þriðjudaginn 19. október hefur verið frestað. Fyrirlesturinn mun þess í stað fara fram þriðjudaginn 16. nóvember.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið
15.10.2021
Laugardaginn 16. október kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 frumflytur Petrea Óskarsdóttir nýtt verk eftir Sunnu Friðjónsdóttur fyrir flautu og rafhljóð, sem er sérstaklega samið fyrir Tólf tóna kortérið. Petrea leikur einnig verkið Spor eftir Karólínu Eiríksdóttur fyrir altflautu. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
10.10.2021
Sunnudaginn 17. október kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, en þá mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningum Heklu Bjartar Helgadóttur, Villiljóð, og Ragnars Kjartanssonar, Undirheimar Akureyrar. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í skemmtilegan leik.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Þórður Sævar Jónsson
10.10.2021
Þriðjudaginn 12. október kl. 17-17.40 heldur Þórður Sævar Jónsson, skáld, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Brunagaddur og Brautigan. Þar mun hann lesa upp úr ljóðabók sinni Brunagaddur, sem kom út fyrr á þessu ári og fjallar um hans fyrsta vetur á Akureyri í 22 ár, og segja frá tilurð ljóðanna. Einnig mun hann lesa úr tveimur þýðingum sínum á verkum bandaríska rithöfundarins Richard Brautigan, ljóðabókinni 30sti júní/30sti júní og skáldsögunni Willard og keilubikararnir hans, og ræða höfundinn og verkin.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð hefst á fimmtudaginn
04.10.2021
A! Gjörningahátíð hefst næstkomandi fimmtudag kl. 20 í Listasafninu og stendur til sunnudags. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og nú í sjöunda sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Nandor Angstenberger
01.10.2021
Þriðjudaginn 5. október kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Nandor Angstenberger Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Magic Of Things. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Málþing um Ann Noël og Fluxus
30.09.2021
Í tilefni af opnun sýningar Ann Noël, Teikn og tákn, var haldið málþing um Noël og Fluxus-hreyfinguna síðastliðinn sunnudag.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Bryndís Snæbjörnsdóttir
26.09.2021
Þriðjudaginn 28. september kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Bryndís Snæbjörnsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Vísitasíur: Ísbirnir á villigötum. Aðgangur er ókeypis. Í fyrirlestrinum fjallar hún um myndlist hennar og Mark Wilson. Bryndís mun einnig fjalla um yfirlitsýningu á verkum þeirra sem opnaði í Gerðarsafni 11. september síðastliðinn og rannsóknarverkefnið Ísbirnir á villigötum sem er undirstaða sýningar þeirra Mark, Vísitasíur, sem var opnuð í Listasafninu síðastliðinn laugardag.
Lesa meira
Leit

