Flýtilyklar
Viðburðir frestast í kjölfarið á hertum sóttvarnarreglum
07.04.2021
Í kjölfarið á hertum sóttvarnarreglum sem standa til og með 15. apríl verður nokkrum viðburðum á vegum Listasafnsins frestað um óákveðinn tíma. Ný tímasetning verður auglýst við fyrsta tækifæri. Listasafnið er engu að síður opið alla daga kl. 12-17 þar sem hámarksfjöldi gesta miðast við 10 manns.
Þeir viðburðir sem frestast eru:
Dönsum í takt við myndlistina (upphafleg dagsetning 10. apríl).
Vídeólistasýning úr smiðju Lundaskóla (upphafleg dagsetning 10. apríl).
Klippismiðja með Drengnum fengnum (upphafleg dagsetning 10. apríl).
Leit

