Fréttasafn

Ítríó.

Tólf tóna kortérið: Ítríó

Laugardaginn 20. maí kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í Listasafninu í þriðja og síðasta sinn í vetur, en þá mun Ítríó rannsaka hljóðheim harmonikkunnar. Ítríó skipa Jón Þorsteinn Reynisson, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir og Jónas Ásgeir Ásgeirsson og munu þau frumflytja frumsamið verk, Vor, en einnig leika verk eftir Hafdísi Bjarndóttur og Friðrik Margrétar-Guðmundsson.
Lesa meira
Valtýr Pétursson, án titils, 1957.

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 21. maí kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Stofn, þar sem sjá má valin verk úr safneign Listasafns Háskóla Íslands. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Magnús Jónsson.

Ern eftir aldri og listamannaspjall

Sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 15 verður heimildarmynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri, frá 1975 sýnd í Listasafninu á Akureyri. Myndin er 27 mínútur að lengd og sýnd í tengslum við sýningu Steinunnar Gunnlaugsdóttur, blóð og heiður, sem nú stendur yfir í sal 06 í Listasafninu. Að lokinni sýningu myndarinnar verður listamannaspjall við Steinunni, stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri.
Lesa meira
Alþjóða safnadagurinn: „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“

Alþjóða safnadagurinn: „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“

Í tilefni Alþjóða safnadagsins, 18. maí næstkomandi, verður ókeypis inn á Listasafnið og boðið upp á leiðsögn kl. 15. Þá mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, fræða gesti um valin verk á yfirstandandi sýningum safnsins.
Lesa meira
Forsíðumynd: Tereza Kociánová.

Nemendasýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 6. maí kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2023, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Þetta er ekki blað.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 30. apríl kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningum Söru Bjargar Bjarnadóttur, Tvær eilífðir milli 1 og 3, og Guðjóns Gísla Kristinssonar, Nýtt af nálinni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.
Lesa meira
Ókeypis aðgangur og leiðsögn á sumardaginn fyrsta

Ókeypis aðgangur og leiðsögn á sumardaginn fyrsta

Í tilefni Eyfirska safnadagsins verður ókeypis inn á Listasafnið á sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Boðið verður upp á leiðsögn og listsmiðju fyrir börn á leikskólaaldri kl. 11-12. Þá mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja frá sýningunni Sköpun bernskunnar.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sumardaginn fyrsta

Fjölskylduleiðsögn á sumardaginn fyrsta

Fimmtudaginn 20. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 11-12 verður leiðsögn og listasmiðja fyrir börn á leikskólaaldri í Listasafninu. Þá mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum á leikskólaaldri frá sýningunni Sköpun bernskunnar. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar. Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.
Lesa meira
Opin listsmiðja á laugardaginn

Opin listsmiðja á laugardaginn

Laugardaginn 15. apríl kl. 12-16, verður boðið upp á opna listsmiðju í Listasafninu. Alls konar efniviður verður á staðnum og öll velkomin. Tilvalið tækifæri til að skapa sitt eigið listaverk og njóta samverunnar. Verkefnastjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi.
Lesa meira
Mathias Spoerry og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Tólf tóna kortérið: Miðaldagrúsk og selló

Laugardaginn 15. apríl kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í Listasafninu. Þá munu þau Mathias Spoerry, söngvari og miðaldagrúskari, og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari, frumflytja tvö ný verk: Prologue fyrir selló eftir Wes Stephens, slagverksleikara á Egilsstöðum, og La Vieillesse, militant tónsmíð um ellina eftir flytjendurna sjálfa við texta Simone de Beauvoir. Að auki verða flutt tvö frönsk miðaldatónverk eftir G. de Machaut og Notre Dame skólann.
Lesa meira