Flýtilyklar
Árskort í jólapakkann
15.12.2023
Árskort Listasafnsins er til sölu í safnbúðinni og kostar aðeins 4.500 kr. Það veitir aðgang að öllum sýningum árið um kring frá og með kaupdegi. Tilvalið í jólapakkann fyrir fólk, fyrirtæki og samtök.
Safnbúðin er opin alla daga kl. 12-17. Þar má m.a. finna listræna gjafavöru, listmuni, áhugaverðar listaverkabækur af margvíslegum toga og plaköt sem fegra heimilið. Frekari upplýsingar í síma 461 2610 og á bergthoraa@listak.is.