Flýtilyklar
Gjörningur á föstudegi
25.01.2024
Föstudaginn 26. janúar kl. 16-16.40 munu Sigga Soffía, listakona, og Þorbjörg Helga, leikkona, flytja gjörninginn Ég er blautur flugeldur í Ketilkaffi á jarðhæð Listasafnsins. Í gjörningnum mun Sigga Soffía flytja opnunareintal verksins Til hamingju með að vera mannleg og Þorbjörg Helga mun í framhaldinu flytja valin ljóð úr ljóðabók Siggu Soffíu sem ber sama titil. Special edition ljóðabækurnar verða til sýnis að gjörningi loknum.