Á haus í Listasafninu

Laugardaginn 5. apríl kl. 11-12 býður Þuríður Helga Kristjánsdótttir, jóga- og núvitundarkennari, býður börnum og fjölskyldum þeirra að stíga út úr amstri dagsins, upplifa Listasafnið á nýjan og meðvitaðri hátt og njóta samveru í skapandi og rólegu umhverfi. 

Þátttakendur fá jafnframt tíma til að skoða safnið í rólegheitum, taka inn umhverfið, fylgjast með eigin tilfinningum og viðbrögðum og tengjast því sem fyrir augu ber í gegnum leidda íhugun og núvitund. Núvitund er dýrmæt færni sem börn og fullorðnir geta nýtt sér. Hún styður okkur í að tengjast umhverfi af forvitni og njóta augnabliksins. 

Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg á netfangið: heida@listak.is. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.