Flýtilyklar
Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi
22.03.2025
Listasafn Íslands í samstarfi við Listasafnið á Akureyri býður upp á námskeið fyrir kennara í aðferðum Sjónarafls – þjálfunar í myndlæsi. Námskeiðið verður haldið í Listasafninu á Akureyri, þriðjudaginn 25. mars kl. 14-16 og miðvikudaginn 26. mars kl. 9-11 og kl. 11.30-13.30.
Sjónarafl miðar með markvissum hætti að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu við skólakerfið og auka þekkingu nemenda á menningarsögu og menningararfi þjóðarinnar. Þjálfun í myndlæsi eykur hæfni í tjáningu, virkri hlustun, hugtakaskilningi, gagnrýnni hugsun og lesturs myndmáls. Námsefnið Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi hlaut tilnefningar til Menntaverðlaunanna 2024 og Safnaverðlaunanna 2024.
Á námskeiðinu fá kennarar kynningu og þjálfun í að beita aðferðum myndlæsis þar sem unnið er markvisst með umræðu- og spurnaraðferð. Myndlæsisþjálfunin fer fram með því að styðjast við valin listaverk og er fræðsluefnið unnið sérstaklega með kennara í huga.
Kennarar eru Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri Listasafns Íslands, og Ingibjörg Hannesdóttir, sérfræðingur fræðslu – og miðlunar hjá Listasafni Íslands. Námskeiðið kostar kr. 4.600,- og bókin Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi fylgir með. Námskeiðsgjald er greitt á staðnum við komu með því að kaupa bókina í safnbúð Listasafnsins. Takmarkaður fjöldi kemst á hvort námskeið (5-7) og er skráning nauðsynleg í gegnum netfangið: mennt@listasafn.is.
Leit

