Flýtilyklar
Listasafnið hlýtur styrki úr safnasjóði
Á dögunum úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra að fenginni umsögn safnaráðs alls 114.770.000 kr. úr safnasjóði. Þar af voru verkefnastyrkir alls 90.620.000 kr. til 88 verkefna, auk þess sem 24.150.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 35 safna. Alls bárust 146 verkefnaumsóknir.
Listasafninu á Akureyri var alls úthlutað 5.450.000 kr. úr safnasjóði 2018 sem skiptist eftirfarandi:
Rekstrarstyrkur til viðurkennds safns: 750.000 kr.
Verkefnastyrkir:
Ljósmyndun safneignar: 1.000.000 kr.
Yfirlitssýning á verkum Arnar Inga Gíslasonar, Lífið er LEIK-fimi: 1.000.000 kr.
Listasafnið á Akureyri 25 ára, 6 sýningar: 1.500.000 kr.
Elina Brotherus – Ascension: 1.200.000 kr.
Leit

