Gleðilegt nýtt ár!

Listasafnið á Akureyri óskar Akureyringum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir komuna á árinu sem er að líða.

Fyrsti viðburður ársins verður næstkomandi laugardag, 4. janúar, kl. 15 og 16 þegar tónlistarmaðurinn Matiss Leo Meckl heldur fyrsta Tólf tóna kortér 2025 undir sérstöku álfaþema. Fyrsta opnun ársins verður svo laugardaginn 25. janúar kl. 15. Sjáumst á nýju ári!