Tólf tóna jólakortérið á laugardaginn

Tólf tóna jólakortérið á laugardaginn
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Laugardaginn 7. desember kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna jólakortérið á dagskrá í Listasafninu. Þá mun orgelleikarinn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir frumflytja jólavögguvísu sem hún samdi fyrir píanó og gítar, en einnig verða leikin jólalög í nýjum búningi. Tónleikarnir fara fram í sal 04 og er aðgangur ókeypis.

Tólf tóna jólakortérið er samstarfsverkefni Tónlistarskólans á Akureyri og Listasafnsins á Akureyri og hlaut styrki frá Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Menningarsjóði Akureyrar og Tónskáldasjóði Rúv/Stefs.