Flýtilyklar
Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn
17.05.2021
Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 18. maí og af því tilefni verður enginn aðgangseyrir að Listasafninu. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Ferðagarpurinn Erró kl. 15. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur þá á móti gestum og fræðir um sýninguna og einstaka verk. Listasafnið er opið alla daga kl. 12-17.
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 37.000 söfn í 158 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977.
HÉR má lesa meira um dagskrána.
Leit

