Flýtilyklar
Listasafnið tekur þátt í Frönsku kvikmyndahátíðinni
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hófst í síðustu viku. Listasafnið er þátttakandi og sýnir tvær myndir. Fimmtudaginn 29. febrúar kl. 17 verður sýnd stop-motion myndin Interdit aux chiens et aux Italiens / Bönnuð hundum og Ítölum og sunnudaginn 3. mars kl. 15 verður sýnd heimildarmyndin La Panthère des neiges / Snjóhlébarðinn.
Öldruð kona ræðir við barnabörn sín og segir þeim sögu fjölskyldu sinnar sem bjó við þröngan kost í ítölsku fjallaþorpi snemma á 20. öldinni og dreymir um betra líf á öðrum stað. Þegar fasistar komast til valda á Ítalíu ákveður fjölskyldan að flýja yfir Alpana og hefja nýtt líf í Frakklandi. Falleg og hjartnæm stop-motion mynd sem unnið hefur til fjölda alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna og þar á meðal European Film Award fyrir bestu teiknimyndina og dómnefndarverðlaun á Annecy Film Festival. Engin skráning.
Leikstjóri: Alain Ughetto.
Stikla HÉR.
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR.
Lengd: 60 mín.
Tungumál: Franska með enskum texta.
Ekki við hæfi yngri en 6 ára.
La Panthère des neiges / Snjóhlébarðinn
Í hjarta tíbetska hálendisins fer ljósmyndarinn Vincent Munier með rithöfundinn Sylvain Tesson í leit að snjóhlébarðann. Hann kynnir hina fíngerðu list að bíða fyrir Sylvain. Þeir fylgjast með dýrunum og öðlast þolinmæði til að koma auga á þau. Í ferðalagi sínu um tíbetsku tindana þar sem margt er á sveimi skapast skemmtilegar umæður um stöðu okkar í lífríkinu og fegurð veraldar.
Engin skráning.
Aðalhlutverk: Vincent Munier, Sylvain Tesson.
Leikstjórar: Vincent Munier, Marie Amiguet.
Stikla HÉR.
Lengd: 92 mín.
Tungumál: Franska með enskum texta.
Ekki við hæfi yngri en 6 ára.
Léttar veitingar í boði sendiráðs Frakklands á Íslandi.
Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og Sambíóin. Hún er skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Truenorth og Akureyrarbæ.