Fréttasafn

Súpufundur á Ketilkaffi

Súpufundur á Ketilkaffi

Mánaðarlegur hádegisfundur um menningarstarfsemina í Listagilinu verður haldinn þriðjudaginn 1. mars kl. 12-13 á Ketilkaffi í Listasafninu. Engin formleg dagskrá verður haldin, en áhugasömum gefst tækifæri á að ræða hugmyndir sínar um menningarstarfsemi Listagilsins og Akureyrarbæjar.
Lesa meira
Margrét Katrín Guttormsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Margrét Katrín Guttormsdóttir

Þriðjudaginn 1. mars kl. 17-17.40 heldur Margrét Katrín Guttormsdóttir, vöruhönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tækni í nýsköpun textíls. Í fyrirlestrinum mun hún stikla á stóru um textílnám sitt við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist úr vöruhönnun 2021. Einnig mun Margrét Kristín fjalla um hvað leiddi hana til Blönduósar þar sem hún starfa sem verkefnastjóri TextíLabsins hjá Textílmiðstöð Íslands. TextílLabið er fyrst sinnar tegundar á Íslandi þar sem tækni og menningararfur koma saman. Þar eru ótal möguleikar til textílþróunar og nýsköpunar til staðar með stafrænni tækni.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 27. febrúar kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá alþjóðlegu samsýningunni Nánd. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í smiðju og að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna. Aðgangur ókeypis. Norðurorka styrkir fræðslustarf Listasafnsins.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið: Fimm fyrirbæri í febrúar

Tólf tóna kortérið: Fimm fyrirbæri í febrúar

Laugardaginn 26. febrúar kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 frumflytja þau Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir (girnisstrengjaselló) og Brice Sailly (semball) verkið Fimm fyrirbæri í febrúar eftir Steinunni. Tónleikarnir fara fram í sal 04 og eru liður í tónleikaröðinni Tólf tóna kortérið sem unnið er í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Rósa Kristín Júlíusdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Rósa Kristín Júlíusdóttir

Þriðjudaginn 22. febrúar kl. 17-17.40 heldur Rósa Kristín Júlíusdóttir, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Myndlist og myndlistarkennsla. Í fyrirlestrinum mun hún stikla á stóru um nám sitt, myndlist og myndlistarkennslu hennar síðustu fimm áratugi.
Lesa meira
Helgi Þorgils Friðjónsson.

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 19. febrúar kl. 12-17 verða sýningarnar Sköpun bernskunnar 2022 og Form í flæði I opnaðar í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
Ingunn Elísabet Hreinsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Ingunn Elísabet Hreinsdóttir

Þriðjudaginn 15. febrúar kl. 17-17.40 heldur Ingunn Elísabet Hreinsdóttir, dansari og danskennari, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Hlusta. Í fyrirlestrinum fjallar hún um nálgun sína á dansi og að hugsa með líkamanum og upplifa heildræna nálgun. Einnig mun hún tala um að hlusta á sitt innra landslag og byggja á eigin reynslu og færni. Þessi viðfangsefni mun hún flétta inn í danskennsluna og þá áherslupunkta sem hún kýs að nýta sér í kennslu. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn.
Lesa meira
Melanie Clemmons.

Þriðjudagsfyrirlestur: Melanie Clemmons

Þriðjudaginn 8. febrúar kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Melanie Clemmons Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Virtual Healing. Þar mun hún fjalla um listsköpun sína og ýmis atriði henni tengdri, s.s. list á alnetinu, trúarleg málefni, skaðlega og heilsubætandi möguleika tækninnar, sem og síbreytilegt eðli veruleikans. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.
Lesa meira
Hlynur Hallsson og Gunnur Ýr Stefánsdóttir.

Ný árbók og endurnýjaður samstarfssamningur

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2022, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Einnig var undirritaður nýr samstarfssamningur við Norðurorku og skrifuðu Hlynur Hallsson, safnstjóri, og Gunnur Ýr Stefánsdóttir, verkefnastjóri, undir samninginn. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri og víðar.
Lesa meira
Listamanna- og leikstjóraspjall á sunnudaginn

Listamanna- og leikstjóraspjall á sunnudaginn

Sunnudaginn 6. febrúar kl. 15 verður listamannaspjall með Karli Guðmundssyni og Erlingi Klingenberg í Listasafninu á Akureyri. Þar mun Hlynur Hallsson, safnstjóri, ræða við þá um sýningar þeirra, Lífslínur og punktur, punktur, punktur, sem lýkur síðar sama dag. Einnig munu Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri, og Vilborg Einarsdóttir, framleiðandi, ræða um heimildarmyndina um Karl, Dansandi línur, sem nú er í framleiðslu. Undirbúningur og handritsskrif myndarinnar hófust 2019 og listrænar tökur fóru fram 2020 og aftur síðastliðið sumar undir stjórn Örnu Valsdóttur, sem er listrænn stjórnandi myndarinnar
Lesa meira