Fréttasafn

Sandtímasálmur um fölnandi jarðarblóm.

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 25. september kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Gústavs Geirs Bollasonar, Sandtímasálmur um fölnandi jarðarblóm.
Lesa meira
Kristinn G. Jóhannsson: Málverk um birtuna.

Kristinn G. og Rebekka Kühnis opna á laugardaginn

Laugardaginn 24. september kl. 15 verða sýningar Kristins G. Jóhannssonar, Málverk, og Rebekku Kühnis, Innan víðáttunnar, opnaðar í Listasafninu.
Lesa meira
Tricycle Trauma kemur fram á A!

A! Gjörningahátíð fer fram í október

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 6.-9. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og nú í áttunda sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði.
Lesa meira
Vilhjálmur B. Bragason.

Þriðja rafræna listasmiðjan komin í loftið

Þriðja rafræna listasmiðja Listasafnsins undir yfirskriftinni Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú komin í loftið. Að þessu sinni hefur Vilhjálmur B. Bragason, leikari, leikskáld og tónlistarmaður umsjón með smiðjunni.
Lesa meira
Egill Logi Jónasson.

Listamannaspjall með Agli Loga

Laugardaginn 3. september kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Agli Loga Jónassyni um sýningu hans, Þitt besta er ekki nóg, sem var opnuð á Akureyrarvöku um síðustu helgi. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins.
Lesa meira
Skapandi samvera í Listasafninu

Skapandi samvera í Listasafninu

Nú býður Listasafnið á Akureyri upp á fjölskylduleik um sýninguna Gjöfin til íslenzkrar alþýðu. Tilvalið tækifæri fyrir börn og fullorðna til að staldra við og uppgötva eitthvað nýtt. Bragðgóð verðlaun í boði!
Lesa meira
Egill Logi Jónasson.

Þrjár sýningar opnaðar á Akureyrarvöku

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 27. ágúst, kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Egill Logi Jónasson – Þitt besta er ekki nóg, Steinunn Gunnlaugsdóttir – blóð & heiður og fræðslusýningin Form í flæði II. Blásarakvintettinn Norð-Austan mun stíga á stokk kl. 15.30 og kl. 17 hefjast svo þriðju og síðustu tónleikar sumarsins undir heitinu Mysingur í Mjólkurporti Listasafnsins. Að þessu sinni munu Drengurinn fengurinn, Teitur Magnússon og Dr. Gunni koma fram. Fjölskylduleiðsögn um Þitt besta er ekki nóg og blóð & heiður verður sunnudaginn 28. ágúst kl. 11-12. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Útgáfuhóf: Óræð lönd

Útgáfuhóf: Óræð lönd

Laugardaginn 20. ágúst kl. 15 verður haldið útgáfuhóf í Listasafninu í tilefni útgáfu bókar Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Óræð lönd. Bókin er gefin út í tengslum við sýningar þeirra Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum, sem sett var upp í Gerðarsafni, og sýninguna Vísitasíur, sem sett var upp í Listasafninu á Akureyri. Fyrir síðarnefndu sýninguna hlutu þau Myndlistarverðlaun ársins 2022. Æsa Sigurjónsdóttir var sýningarstjóri sýningarinnar Vísitasíur en Becky Forsythe sýningarstjóri sýningarinnar í Gerðarsafni.
Lesa meira
Fjölskylduleikur í sumar

Fjölskylduleikur í sumar

Listasafnið býður uppá skemmtilegan fjölskylduleik í sumar um sýninguna Gjöfin til íslenzkrar alþýðu. Tilvalið tækifæri fyrir börn og fullorðna til að staldra við og uppgötva eitthvað nýtt. Bragðgóð verðlaun í boði! Aðgangseyrir inn á safnið er ókeypis fyrir 18 ára og yngri.
Lesa meira
Mysingur II á laugardaginn

Mysingur II á laugardaginn

Laugardaginn 16. júlí kl. 17 heldur tónleikaröðin Mysingur áfram í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri. Fram koma Drinni, Áslaug Dungal og Holy Hrafn. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana. Hægt verður að kaupa grillmat og drykki frá Ketilkaffi á tónleikasvæðinu. Þriðji og síðasti tónleikadagurinn er 27. ágúst næstkomandi. Tónleikaröðin er samstarf Akureyrarbæjar, Ketilkaffis, Geimstofunnar, Listasafnsins á Akureyri, Kjarnafæðis og Kalda.
Lesa meira