Flýtilyklar
Fréttasafn
Tónleikaröðin Mysingur hefst á laugardaginn
15.06.2022
Laugardaginn 18. júní kl. 17 hefst tónleikaröðin Mysingur í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri. Þar munu koma fram hljómsveitirnar Ólafur Kram og Hugarró. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana.
Lesa meira
Listamannaspjall með Gústav Geir Bollasyni
07.06.2022
Laugardaginn 11. júní kl. 15:30 verður listamannaspjall með Gústav Geir Bollasyni um sýningu hans Sandtímasálmur um fölnandi jarðarblóm, sem var opnuð fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins.
Lesa meira
Síðasta sýningarhelgi Allt til enda
03.06.2022
Síðustu sýningunni í listvinnustofuröðinni Allt til enda lýkur næstkomandi sunnudag. Þar má sjá verk barna úr 3.-6. bekk sem þau unnu undir handleiðslu Sigurbjargar Stefánsdóttur skipa.
Lesa meira
Opnun á fimmtudagskvöldi
30.05.2022
Fimmtudaginn 2. júní kl. 20 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Gústav Geir Bollason – Sandtímasálmur um fölnandi jarðarblóm, Auður Lóa Guðnadóttir – Forvera og ljósmyndasamsýningin Svarthvítt. Boðið verður upp á listamannaspjall um Svarthvítt kl. 21 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins. Fjölskylduleiðsögn um Svarthvítt og Forveru, sunnudaginn 5. júní kl. 11-12.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
29.05.2022
Sunnudaginn 5. júní kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá ljósmyndasamsýningunni, Svarthvítt, og sýningu Auðar Lóu Guðnadóttur, Forvera.
Lesa meira
Listamannaspjall með Birgi Snæbirni Birgissyni
18.05.2022
Alþjóðlegu samsýningunni Nánd lýkur næstkomandi sunnudag 22. maí. Af því tilefni verður boðið upp á listamannaspjall með einum af listamönnum sýningarinnar, Birgi Snæbirni Birgissyni, kl. 15 síðasta sýningardaginn. Þar mun Hlynur Hallsson, safnstjóri, ræða við Birgi um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Alþjóðlegi safnadagurinn: „Mikill er máttur safna“
13.05.2022
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert, en Alþjóðaráð safna, ICOM, hefur staðið fyrir safnadeginum síðan 1977. Á ári hverju velur ICOM deginum yfirskrift er tengist málefnum sem eru í brennipunkti í samfélaginu og er að þessu sinni „Mikill er máttur safna“. Í tilefni dagsins verður ókeypis inn á Listasafnið og boðið upp á leiðsögn kl. 15 um alþjóðlegu samsýninguna Nánd.
Lesa meira
Leiðsögn um sýningu Heklu Bjartar
11.05.2022
Fimmtudaginn 12. maí kl. 12-12.30 verður boðið upp á hádegisleiðsögn um sýningu Heklu Bjartar Helgadóttur, Villiljóð. Þar mun Guðrún Pálína Guðmundsdóttiry, fræðslufulltrúi, ræða við Heklu um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Allt til enda: Listvinnustofa með Þykjó
04.05.2022
Þriðja og síðasta listvinnustofan undir yfirskriftinni Allt til enda verður haldin 14.-15. maí næstkomandi. Að þessu sinni er börnum í 1.-4. bekk boðin þátttaka í listvinnustofu með hönnunarteyminu Þykjó, sem þær Ninna Þórarinsdóttir, barnamenningarhönnuður, og Sigurbjörg Stefánsdóttir, fatahönnuður og klæðskeri, skipa. Sem fyrr er ekkert þátttökugjald, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is. Allt til enda er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Akureyrarbæjar og Barnamenningarsjóðs Íslands.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn
02.05.2022
Laugardaginn 7. maí kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2022, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Spurningarmerki.
Lesa meira
Leit

