Flýtilyklar
Fréttasafn
Fjórða rafræna smiðjan komin í loftið
20.10.2022
Fjórða rafræna listsmiðja Listasafnsins undir yfirskriftinni Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú komin í loftið. Að þessu sinni hefur Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarmaður og kennari, umsjón með smiðjunni.
Lesa meira
Sýning á rafrænum smiðjum
19.10.2022
Afrakstur fyrri listsmiðju verkefnisins Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú til sýnis í Listasafninu á Akureyri.
Verkefnið felst í að bjóða fjölskyldum að taka þátt í rafrænni listsmiðju þar sem börn fá tækifæri til að skapa sitt eigið listaverk í samvinnu við sína nánustu. Að þessu sinni var það Vilhjálmur B. Bragason, leikari og tónlistarmaður, sem kenndi þátttakendum að semja og myndskreyta sögur. Sýningin stendur til 13. nóvember 2022.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Eyþór Ingi Jónsson
15.10.2022
Þriðjudaginn 18. október kl. 17-17.40 heldur Eyþór Ingi Jónsson, organisti, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Canon og Canon. Þar mun hann fjalla um tónlistarferilinn, breytingarnar og tengingar við ljósmyndun. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Kenny Nguyen
07.10.2022
Þriðjudaginn 11. október kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Kenny Nguyen Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Crossing Boundaries. Þar mun hann fjalla um umbreytingu menningar og efnis í óhlutbundnum list-innsetningum. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð hefst á fimmtudaginn
03.10.2022
A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 6.-9. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í áttunda sinn og er eina hátíðin á Íslandi sem einbeitir sér einungis að gjörningalist. Ókeypis er inn á alla viðburði.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Jenný Lára Arnórsdóttir
02.10.2022
Þriðjudaginn 4. október kl. 17-17.40 mun Jenný Lára Arnórsdóttir, leikstjóri, halda Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni List mennskunnar. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Tónleikar: Jenný Kragesteen
29.09.2022
Föstudaginn 30. september kl. 17.30 heldur færeyska tónlistarkonan Jenný Kragesteen, sem einnig gengur undir listamannanafninu Frum, útgáfutónleika í Listasafninu. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið hefur göngu sína að nýju
29.09.2022
Laugardaginn 1. október kl. 15-15.15 og 16-16.15 mun Tólf tóna kortérið hefja göngu sína að nýju. Þá flytur Michael Weaver spunakennt tónverk Eric Dolphy, Guð blessi barnið, út frá lagi eftir Billie Holiday. Ennfremur flytur Weaver tvær hugleiðingar eftir sjálfan sig um lit og hljóð. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir
25.09.2022
Þriðjudaginn 27. september kl. 17-17.40 mun grafíski hönnuðurinn Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir flytja fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins undir yfirskriftinni Túlkun og teikning. Sem fyrr er enginn aðgangseyrir á fyrirlestrana.
Lesa meira
Gillian Pokalo með opna gestavinnustofu
21.09.2022
Bandaríska myndlistarkonan Gillian Pokalo hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur. Laugardaginn 24. september kl. 14-17 verður gestavinnustofan opin þar sem Pokalo sýnir afrakstur vinnu sinnar á Akureyri. Gengið inn úr porti bakvið Listasafnið.
Lesa meira
Leit

