Sýning tveggja heima

Listasafnið á Akureyri
14. ágúst - 7. október 1999


Makato Aida
Margt í verkum japanska listamannsins Makato Aida kemur íslenskum listunnendum á óvart enda kynni þeirra ekki mikil af list ungra japanskra myndlistarmanna. Þeir fjalla gjarnan um vandamálin sem skapast hafa af innreið vestrænnar listar inn í hina rótgrónu listahefð sem Japanir hafa sjálfir stundað frá því í fornöld.


Hlynur Hallsson
Hlynur sýndi ljósmyndir og vídeóverk. Hann einbeitir sér að því sem einfalt er og tengist daglegu lífi og reynir þannig af hógværð að höfða til sameiginlegrar reynslu og vekja fólk til meðvitundar um eigið líf og möguleikana sem í því búa.

Opnunarávarp Hannesar Sigurðssonar, forstöðumanns Listasafnsins á Akureyri, 14. ágúst 1999.