Flýtilyklar
Vinnustofur / sýningarými til leigu
27.02.2020
Listasafnið á Akureyri auglýsir til leigu rými fyrir listamenn / hönnuði á Akureyri. Um er að ræða jarðhæð Ketilhússins að stærð 145 m2. Húsnæðið er hugsað sem vinnustofur og sýningarými sem reglulega skal vera opið almenningi með viðburðum. Starfsemin þarf að tengjast og vera í samvinnu við aðra starfsemi í Listagilinu.
Húsnæðið leigist frá 1. apríl 2020 til 4 ára að uppfylltum skilyrðum.
Umsóknum skal skilað á listak@listak.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2020. Dómnefnd fer yfir umsóknir og skilar áliti.
Húsnæðið er til sýnis á umsömdum tíma. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri: hlynurhallsson@listak.is / 461 2619.
Leit

