Flýtilyklar
Tólf tóna kortérið á laugardaginn
04.02.2025
Laugardaginn 8. febrúar kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í sal 04 í Listasafninu. Þá mun gítarleikarinn Kristján Edelstein spila eigin lagasmíðar og spuna úr tónum á rafgítar, langspil og önnur strengjahljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Tólf tóna kortérið er unnið í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og Listasafnið á Akureyri og hlaut styrki frá Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Menningarsjóði FÍH og Tónskáldasjóði Rúv/Stefs.