Flýtilyklar
Þriðjudagsfyrirlestur: Tetsuya Hori
Þriðjudaginn 25. október kl. 17-17.40 heldur japanska tónskáldið Tetsuya Hori Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni The (love) Song Book. Þar mun hann fjalla um tónsmíðar sínar fyrir hljóðfæri, raddir, einleikara, kammersveitir og sinfóníuhljómsveitir. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.
Tetsuya Hori kennir tónsmíðar í háskólum í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Hann er hefur hlotið fjölmörg verðlaun, s.s. frá Showa University of Music, International Music Prize for Excellence in Composition 2011 – Best CD Album 2011 og Semi-Finalist 2012 Queen Elisabeth Composition í Belgíu. Hann er jafnframt handhafi Orchestral Masters verðlaunanna vol. 10 hjá ABLAZE Records. Hori dvelst nú í gestavinnustofu Gilfélagsins.
Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Menntaskólans á Akureyri. Næstu fyrirlesarar eru Rebekka Kühnis, myndlistarkona, og Kristinn G. Jóhannsson og Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarfólk.