Þriðjudagsfyrirlestur: Michael Merkel

Þriðjudagsfyrirlestur: Michael Merkel
Michael Merkel.

Þriðjudaginn 24. september kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn og verkefnastjórinn Michael Merkel fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins undir yfirskriftinni Nobody Has the Intention to Green a Wall. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis.

Í fyrirlestrinum mun Merkel kynna umhverfisverkefni lista- og menningarmiðstöðvarinnar GEH8 í Dresden. Árið 2022 hóf GEH8 tilraunaverkefni sem sameinar umhverfisvernd og hönnun. Í samvinnu við fjóra háskóla voru sett af stað fræðsluverkefni þar sem nemendur þróuðu skapandi hönnun fyrir grænkun framhliðar GEH8. Þessar hugmyndir skera sig ekki aðeins út fyrir tæknileg gæði heldur einnig hugmyndaríka hönnun.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri og Gilfélagsins. Aðrir fyrirlesarar eru Wolfgang Hainke, myndlistarmaður,  Snæfríður Sól Gunnarsdóttir, leikstjóri og listakona, Yuliana Palacios, myndlistarkona, Loji Höskuldsson, myndlistarmaður, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, tónlistarkona, og Anna Richardsdóttir, gjörningalistakona.