Flýtilyklar
Þriðjudagsfyrirlestur: Magnús Helgason
25.02.2019
Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17-17.40 heldur Magnús Helgason, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Til einskis, sem betur fer. Þar mun hann fjalla um myndlistarferil sinn, kvikmyndasýningar og myndasýningar af verkum.
Magnús Helgason útskrifaðist frá AKI í Hollandi 2001 og hefur síðan starfað að myndlist. Framan af ferlinum helgaði hann sig tilraunakenndri kvikmyndagerð og ferðaðist víða um heim með tónlistarmönnum og sýndi kvikmyndir meðfram tónleikum þeirra, t.d í Pompidou í París, Kiasma í Helsinki og Statens kunstmuseum í Kaupmannahöfn. Undanfarin ár hefur Magnús unnið mest með málverk og nú síðast segulskúlptúra.
Leit

