Flýtilyklar
Rafræn danslistasmiðja komin í loftið
Önnur rafræna smiðja Listasafnsins undir yfirskriftinni Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú komin í loftið. Að þessu sinni er um að ræða danslistasmiðju í umsjón Urðar Steinunnar Önnudóttur Sahr, dansara og danskennara.
Verkefnið felst í að bjóða fjölskyldum að taka þátt í rafrænni danslistasmiðju á vegum Listasafnsins. Í samvinnu við sína nánustu fá börn tækifæri til að skapa sitt eigið dansverk óháð stað og stund. Lögð er áhersla á að þátttakendur taki dansinn upp á myndband sem sýnt verður á sérstakri sýningu í Listasafninu. Frábært tilefni fyrir fjölskyldur að njóta samveru og skapa utan línulegrar dagskrár.
Leiðbeiningar:
- Fjölskyldan horfir saman á danslistasmiðjuna. Myndbandið er aðgengilegt HÉR á heimasíðu Listasafnsins og á samfélagsmiðlum.
- Í sameiningu skapar fjölskyldan sinn eigin dans á þeim tíma sem hentar best.
- Þegar dansinn er tilbúinn er hann tekinn upp á myndband.
- Myndbandið má annað hvort senda í gegnum wetransfer.com, eða öðru sambærilegu, á netfangið heida@listak.is eða koma því í móttöku safnsins á USB lykli.
- Listasafnið á Akureyri er opið alla daga frá kl. 12 til 17.
- Skila þarf verkum fyrir 1. desember 2021.
- Allir sem skila inn dansupptöku fá glaðning.
- Frá og með laugardeginum 4. desember verða myndböndin sýnd í safnfræðslurými safnsins.
- Sýningu lýkur 3. janúar 2022.
Ef spurningar vakna má hafa samband við Heiða Björk Vilhjálmsdóttur fræðslufulltrúa heida@listak.is. Verkefnið er styrkt af SSNE.
Leit

