Flýtilyklar
Örn Ingi hlýtur heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar
01.09.2017
Stjórn Akureyrarstofu hefur ákveðið að veita Erni Inga Gíslasyni, fjöllistamanni, heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar.
Afhendingin fer fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi laugardaginn 2. september kl. 14.00 og er fyrsti viðburður dagsins á A! Gjörningahátíð.
Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, mun afhenda viðurkenninguna og að því loknu verður gestum boðið að þiggja léttar veitingar áður en dagskrá gjörningahátíðarinnar heldur áfram í Samkomuhúsinu kl. 15.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Leit

