Listasafnið tekur þátt í Frönsku kvikmyndahátíðinni

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17 þegar gamanmyndin Un p‘tit truc en plus verður sýnd í Sambíóunum. Listasafnið er að venju þátttakandi í hátíðinni og sýnir tvær myndir: sunnudaginn 9. febrúar kl. 15 verður sýnd heimildarmyndin Little Girl Blue og sunnudaginn 16. febrúar kl. 15 verður sýnd gamanmyndin Chien de la casse (Junkyard Dog). HÉR má sjá dagskrá hátíðarinnar.

Little Girl Blue

Heimildarmynd franska kvikmyndaleikstjórans Mona Achache um móður sína, rithöfundinn og ljósmyndarann Carole Achache sem féll fyrir eigin hendi 2016. Í myndinni segir Mona frá því þegar hún fann þúsundir ljósmynda, bréfa og upptakna sem móðir hennar skyldi eftir og hvernig hún vann úr þeim upplýsingum. Leikkonan Marion Cotillard bregður sér í hlutverk móðurinnar í leiknum atriðum. Hér er stikla.

Chien de la casse (Junkyard Dog)

Í litlu þorpi í suður Frakklandi deila hinir ungu og atvinnulausu Dog og Mirales eldfimri vináttu. Lífi þeirra er snúið á hvolf þegar ung kona kemur til sögunnar og Dog verður ástfanginn af henni. Raphaël Quenard hlaut César verðlaunin 2024 sem besti leikari í aðalhlutverki. Hér er stikla.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís, Myndform og Sambíóin. Skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Français og Akureyrarbæ. Hátíðin er haldin í febrúar ár hvert með bíósýningum á nokkrum vel völdum stöðum.