Flýtilyklar
Fuglasmiðja í Listasafninu
26.10.2022
Laugardaginn 5. nóvember kl. 11-14 verður boðið upp á skemmtilega fuglasmiðju í umsjón Brynhildar Kristinsdóttur, myndlistarkonu. Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum 8-12 ára og er haldin í tengslum við verkefnið Sköpun utan línulegrar dagskrár. Verkin verða svo sýnd á sérstakri sýningu sem verður opnuð 19. nóvember í Listasafninu.
Takmarkaður fjöldi og skráning nauðsynleg á heida@listak.is. Enginn aðgangseyrir.