Flýtilyklar
Fjölskylduleiðsögn og listamannaspjall
16.10.2018
Sunnudaginn 21. október kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn um sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, Hugleiðing um orku. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins. Síðar sama dag eða kl. 15-15.30 verður Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, með listamannaspjall við Aðalheiði um sýninguna.
Leit

