Flýtilyklar
Útboð á rekstri kaffihúss
17.03.2021
Listasafnið á Akureyri leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á kaffihúsi í Listasafninu.
Góð aðstaða er fyrir kaffihús á jarðhæð Listasafnsins. Kaffihúsið er sjálfstæð eining á góðum stað í Listagilinu en jafnframt mikilvægur hluti af safninu.
Útboðsgögn hafa verið afhent og eru aðgengileg HÉR. Tilboðum skal skila rafrænt fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 8. apríl 2021.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins hlynurhallsson@listak.is og í síma 461 2619 og 659 4744.
Leit

