Flýtilyklar
Þriðjudagsfyrirlestur: Rebekka Kühnis
30.10.2022
Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 17-17.40 heldur Rebekka Kühnis, myndlistarkona og kennari, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Lagskipting. Þar mun hún fjalla um myndlistaferil sinn og ástæðu þess að hún endaði á Akureyri að teikna og mála íslenskt landslag. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn.
Rebekka Kühnis er frá Windisch í Sviss og útskrifaðist með meistaragráðu í listkennslufræðum frá Hochschule der Künste í Bern. Hún starfar sem myndlistarkona og sýnir nú verk sín í sal 01 í Listasafninu. Rebekka kenndi um hríð myndlist og listasögu í Sviss, en kennir í dag hönnun og smíði, myndmennt og umhverfismennt í Hrafnagilsskóla.
Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Menntaskólans á Akureyri. Síðasta fyrirlestur ársins halda Kristinn G. Jóhannsson og Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarmenn, þriðjudaginn 8. nóvember.