Flýtilyklar
Listamannaspjall og teiknismiðjur í Ketilhúsinu í tilefni af degi myndlistar
30.10.2014
Í tilefni af degi myndlistar sem er í dag, laugardaginn 1. nóvember, verður boðið upp á listamannaspjall í Ketilhúsinu kl. 15. Þar ræðir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins við Véronique Legros um sýningu hennar Landiða ? Fata morgana sem staðið hefur yfir í Ketilhúsinu síðan í lok september en henni lýkur á sunnudaginn. Einnig mun Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi Listasafnsins halda teiknismiðjur fyrir börn og fullorðna kl. 14-15 í tilefni dagsins.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Leit

