Listasumar 2016

Listasumar á Akureyri 2016 fer fram 16. júlí - 27. ágúst og er tilvalinn vettvangur fyrir unga sem aldna listamenn til að koma sér á framfæri. Nú þegar eru margir viðburðir komnir á dagskrá og bætist við flóruna frá degi til dags. Það er því spennandi Listasumar framundan á Akureyri. Verkefnastjóri Listasumars er Guðrún Þórsdóttir og hægt er að sækja um þátttöku á netfangið gunnathors@listak.is auk þess er hægt er að sækja um aðstöðu fyrir viðburði í Sal Myndlistafélagsins í Listagilinu.