Flýtilyklar
Jónsmessuvaka á Akureyri
Jónsmessuvaka verður haldin á Akureyri dagana 23.-24. júní þar sem meðal annars verður boðið upp á sólarhrings opnun í verslunum og söfnum bæjarins. Dagskrána má sjá hér að neðan.
12.00 – 12.00
Opið í sólarhring í Sjoppunni.
12.00 – 12.00
„Gangbrautarmálun“ í Listagilinu.
12.00 – 12.00
Opið í sólarhring í Listasafninu á Akureyri.
12.00 – 21.00
Opin vinnustofa og sýning í speglakassanum hjá Lindu Óla, Hafnarstræti 97, 2. hæð.
12.00 – 00.00
„Það er ekki alltaf sumar“ ÁLFkonur, ljósmyndasýning í Lystigarðinum á Akureyri.
12.00 – 00.00
Opið á sýningu Ástu Guðmundsdóttur textíllistakonu í Flóru, Hafnarstæti 90.
12.00 – 02.00
Opið í Sundlaug Akureyrar. Tónlist og Jónsmessurómantíkin verður allsráðandi í Sundlaug Akureyrar.
13.00 – 14.00 Leiðsögn um sýninguna „Ertu tilbúin, frú forseti?“ í Minjasafninu á Akureyri.
13.00 – 15.00 ÁLFkonur mynda í miðbænum.
13.00 – 18.00 Garðveisla í Friðbjarnarhúsi.
17.00
Vilhjálmur Bergmann Bragason les úr nýjum og eldri verkum í bland ásamt gamanmálum og tónlist í Amtsbókasafninu.
19.00 – 20.30
„Komdu“ í Davíðshúsi.
19.30 – 20.15
Salsastund fyrir byrjendur, opin fyrir alla í Fræi / Flóru Hafnarstræti 90.
20.00 - 22.00
Prufa í köfun og ís í boði MS á meðan birgðir endast í Sundlaug Akureyrar.
20.00 – 22.00
„Elísabet um Elísabetu“, opinn garður í Aðalstræti 70. Samtal um listina, Listakonuna í Fjörunni og verkið Útþrá sem verið er að endurgera og stækka í útilistaverk.
22.30 – 00.00
„Á Nonnaslóð“ í Nonnahúsi.
21.00 – 22.00
„Matthías og Vandræðaskáldin“ í Sigurhæðum.
22.00
Gjörningur, Anna Richardsdóttur og Yuliana Palacios í Fræi / Flóru Hafnarstræti 90.
22.00 – 23.00
Bjarni trúbador heldur uppi stuðinu í Sundlaug Akureyrar.
00.00
„DrinniK“ spilar í Deiglunni á miðnætti á Jónsmessunótt. DrinniK er akureyrískt tríó sem spilar frumsamda tónlist undir áhrifum sígaunaswings. Hljómsveitina skipa: Andri Kristinsson (söngur, gítar, banjó), Wolfgang Lobo Sahr (saxófónn, harmonikka, flauta), Alan Mackay (bassi) í Deiglunni.
01.00
Vasaljósaleiðsögn í Listasafninu á Akureyri.
01.00 – 08.00
Þau sem vilja gista í Listasafninu er það velkomið. Mælt með að taka með létta dýnu, svefnpoka og sæng og njóta þess að sofa vært í sýningunni Nautn / Conspiracy of Pleasure.
09.00 – 10.00
Dögurður á grasblettinum í Listagilinu.
Leit

