Flýtilyklar
Gleðileg jól
Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Framundan er spennandi ár 2016 sem hefst með tveimur opnunum laugardaginn 16. janúar kl. 15. Í mið- og austursal Listasafnsins sýnir Jón Laxdal undir yfirskriftinni …úr rústum og rusli tímans, en í vestursalnum opnar Samúel Jóhannsson sýninguna Samúel. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 13. mars og inniheldur 4 stuttar sýningar. Aðrir sýnendur eru Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, Baldvin Ringsted og Noemi Niederhauser. Þann 23. janúar verður svo sýningin í drögum / Prehestoric Loom IV opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi en þar sýna 26 alþjóðlegir listamenn, þar af sjö íslenskir. Hlökkum til að sjá ykkur!
Leit

