Flýtilyklar
Fjölskylduleiðsögn í Nýtniviku
23.11.2022
Sunnudaginn 27. nóvember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningum Kristins G. Jóhannssonar, Málverk, og Rebekku Kühnis, Innan víðáttunnar, of fjallar um einstaka verk.
Í tilefni Nýtniviku verður að lokinni leiðsögn boðið upp á endurvinnslusmiðju, þar sem áhersla er lögð á að gefa hlutum framhaldslíf með því að endurnota og endurvinna. Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir fræðslustarf Listasafnsins.
Leit
![Viðurkennt safn](/static/themes/2014/images/vidurkennt_safn.png)
![Viðurkennt safn](/static/themes/2014/images/ak-logo.png)