Flýtilyklar
Allt til enda: Sigga Ella Frímannsdóttir
10.03.2021
Helgina 20. - 21. mars verður boðið upp á þriðju og síðustu listvinnustofuna undir heitinu Allt til enda, en þá ætlar ljósmyndarinn Sigga Ella Frímannsdóttir að skoða heiminn og listina í Listasafninu á Akureyri með auga myndavélarinnar.
Listvinnustofan er fyrir ungmenni sem hafa áhuga á ljósmyndamiðlinum. Allir eru velkomnir, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Vinnustofunni lýkur með sýningu í fræðslurými Listasafnsins sem þátttakendur skipuleggja sjálfir. Sýningin stendur til 11. apríl 2021.
Hægt er að skrá sig á heida@listak.is.
Leit

