Flýtilyklar
Norðlenskir listamenn - opið fyrir umsóknir
Listasafnið á Akureyri efnir til samsýningar á nýjum verkum eftir norðlenska listamenn, 5. júní-14. september næstkomandi. Dómnefnd mun velja úr umsóknum þeirra sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl.
SÆKTU UM HÉR.
Að þessu sinni er þemað Mitt rými, sem einnig verður titill sýningarinnar. Í heimi sem einkennist af átökum, umhverfisvá og sviptingum í alþjóðastjórnmálum hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að fólk finni eigið rými til íhugunar og sjálfskoðunar.
Myndlistarmenn, hönnuðir, kvikmyndagerðarfólk, arkitektar og aðilar annarra skapandi greina eru hvött til að sækja um. Sýningarstjóri er Katrín Björg Gunnarsdóttir og gefin verður út sýningarskrá.
Samsýningin er tvíæringur og haldin til heiðurs norðlenskum listamönnum og viðfangsefnum þeirra á líðandi stund. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Norðurlandi.
Leit

