Tólf tóna kortérið hefur göngu sína að nýju

Tólf tóna kortérið hefur göngu sína að nýju
Svanur Vilbergsson.

Fyrsta Tólf tóna kortér vetrarins fer fram á laugardaginn, 5. október, kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15, en þá mun gítarleikarinn Svanur Vilbergsson frumflytja verkið Staðir eftir Daniele Basini.

Basini býr á Akureyri og starfar við Tónlistarskólann. Í tilefni þess að hann hefur nú búið á Íslandi í tíu ár samdi hann áðurnefnt tónverk sem fjallar um fjóra uppáhaldsstaði hans á Íslandi. Svanur er gítarleikari frá Stöðvarfirði, búsettur og starfandi í Reykjavík. Hann er víðförull tónlistarmaður og ötull flytjandi nýrrar tónlistar.

Staðir

I - Vetur undir Hraundraga
II - Vor á Dalfjalli
III - Sumar í Stórurð
IV - Haust í Vesturdal

Tólf tóna kortérið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Menningarsjóði Akureyrar og Tónskáldasjóði RÚV/STEF.