Flýtilyklar
Tólf tóna kortérið hefur göngu sína að nýju
16.03.2023
Laugardaginn 18. mars kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 hefst Tólf tóna kortérið á nýjan leik, en þá mun Ludvig Kári Forberg, víbrafónleikari, stíga á stokk undir yfirskriftinni Rákir experimental. Þar mun hann gera tóntilraunir á víbrafón með eigin tónsmíðar, sem komu út á plötunni Rákir síðla árs 2021. Einnig mun hann frumflytja nýtt efni. Aðgangur er ókeypis.
Styrktaraðilar: Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Menningarsjóður Akureyrar, Tónskáldasjóður Rúv/Stefs og Listasafnið á Akureyri.