Flýtilyklar
Opin smiðja á fimmtudaginn
Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 12-15 verður boðið upp á opna listsmiðju fyrir alla aldurshópa í Listasafninu. Tilvalið tækifæri til að skapa sitt eigið listaverk og njóta samveru. Alls konar efniviður verður á staðnum og öll velkomin. Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri og aðgangur að safninu er ókeypis í tilefni Eyfirska safnadagsins.
Eyfirski safnadagurinn hefur verið haldinn árlega síðan 2007, ef undan er skilið 2020 þegar Covid-19 setti strik í reikninginn. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadaginn. Söfnin sem opna dyr sínar eru auk Listasafnins, Hælið, Flugsafnið, Minjasafnið, Nonnahús, Leikfangasafnið, Iðnaðarsafnið, Davíðshús, Smámunasafnið, Mótorhjólasafnið, Hús Hákarlajörundar, Síldarminjasafnið og Flóra menningarhús í Sigurhæðum.
Leit

