Flýtilyklar
Opið grafíkverkstæði í Deiglunni
18.01.2023
Í tengslum við sýninguna Solander 250: Bréf frá Íslandi verður Gilfélagið með opið grafíkverkstæði í Deiglunni næstkomandi laugardag og sunnudag, 21. og 22. janúar, kl. 13-18. Leiðsögn veitir Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir.
Áhugasamir eru hvattir til að taka með sér verkfæri og efni til að vinna með, t.d. pappír, krossvið, línóleum eða annað efni sem hægt er að nota. En jafnframt verður eitthvað af plötum, prentlitum, pappír og verkfærum á staðnum.